Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

23.09.2013 06:29

Séra Sveinn ekki í Hafnarfjarðarkirkju

Séra Sveinn Valgeirsson þegar hann komm til starfa í Eyrarbakkakirkju.

 

Séra Sveinn  ekki í Hafnarfjarðarkirkju

 

Biskup Íslands hefur ákveðið að skipa sr. Jón Helga Þórarinsson í embætti sóknarprests í Hafnarfjarðarprestakalli frá 1. október nk. Frestur til að sækja um embættið rann út 15. ágúst síðastliðinn. Tíu sóttu um embættið þar á meðal séra Sveinn Valgeirsson á Eyrarbakka.

Valnefnd prestakallsins fjallaði um valið en náði ekki samstöðu um einn umsækjanda. Hún vísaði málinu þá til biskups sem tók ákvörðun um skipa sr. Jón Helga í embættið.

Sr. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, vék sæti við afgreiðslu málsins. Séra Kristján Valur Ingólfsson, vígslubiskup, var settur biskup í málinu og skipar í embættið.

Af: www.kirkjan.is

 

 

Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja.

 

Skráð af Menningar-Staður