F.v.: Ólafur Th. Ólafsson á Selfossi og Siggeir Ingólfsson á Eyrarbakka.
Ólafur segist fara daglega inn á vefinn hjá Menningar-Stað og ætið finna þar fróðleik ásamt góðum fréttum.
Yfir 100.000 flettingar á Menningar-Stað
Klukkan 09:03 að morgni þriðjudagsins 17. september 2013 náðu flettingar á vef Menningar-Staðar á Eyrarbakka www.menningarstadur.123.is fjöldanum 100.000 (nú 104.500).
Svo skemmtilega vildi til að þetta var einmitt á afmælisdegi Siggeirs Ingólfssonar, staðarhaldara í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka , Menningar-Stað, sem heldur úti þessum víðlesna vef.
Vefurinn fór í loftið síðla í febrúar 2013 og gerðu áætlanir ráð fyrir að ná 100.000 markinu eftir eitt ár en þetta náðist eftir aðeins sjö mánuði.
Á vefinn koma að meðaltali um 100 fréttir á mánuði eða 3.3. fréttir á dag.
Efnistökin og ritstjórnarstefnan eru með þeim hætti að fjalla um flest það sem tengist Félagsheimilinu á Stað, Menningar-Stað eða mannlífi og menningu svæðisins með einum og öðrum hætti í víðu sögulegu samhengi.
Vefurinn hefur fengið hrós víða sem þakkað er hér.
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is