Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.09.2013 10:00

600.000 krónur í viðbót til menningarmánaðarins október

Arna Ír Gunnarsdóttir.

 

600.000 krónur í viðbót til menningarmánaðarins október

 

Á síðasta fundi bæjarráðs Árborgar var m.a. lögð fram beiðni um viðbótarfjárveitingu vegna menningarmánaðarins október 2013. Ráðið samþykkti erindið og lagði til við bæjarstjórn að gerður verði viðauki við fjárhagsáætlun að fjárhæð kr. 600.000 vegna menningarviðburða á dagskrá menningarmánaðarins.

Arna Ír Gunnarsdóttir, S-lista, lagði fram eftirfarandi bókun:

"Menningarmánuðurinn október hefur verið virkilega skemmtileg viðbót við hinar ýmsu menningarlegu uppákomur sem eru í Sveitarfélaginu Árborg. Hátíðin er að festa sig í sessi og í ár rennur 4.menningarmánuðurinn upp. Það er óeðlilegt að sækja þurfi um viðbótarfjármagn í menningarmánuðinn á hverju ári og ætti að vera hægt að vinna þetta innan þess fjárhagsramma sem settur er í fjárhagsáætlun eins og viðgengst í öðrum málaflokkum."

 

Af: www.dfs.is

 

Frá hátíð í októbermánuði árið 2011 í Gónhól á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður