Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.09.2013 16:04

Úr vísnasafni Kristjáns Runólfssonar í Hveragerði

Skagfirðingurinn Kristján Runólfsson frá Káragerði á Eyrarbakka.

 

Úr vísnasafni Kristjáns Runólfssonar í Hveragerði

 

Kristján Runólfsson hefur ort um konuna í Varsjá í Póllandi sem ætlar að ferðast um heiminn til sjálfum- og sveinagleði.

 

Sú er glöð að sofa hjá,

sýnist mér helst öllum,

hún vill prófa hreðjar á

hundrað þúsund köllum.

 

Þessi dama finnst mér frökk,

og furðuleg í háttum,

hún mun verða hölt og skökk,

af hundrað þúsund dráttum.

 

Lúðar bíða í langri röð,

að liggja dömu þessa,

lipur pían ljúf og glöð,

liggur eins og klessa.

 

Djöflast hún í djöfulmóð,

dæmalaus er greðan,

finnst mér nýting fjári góð,

á fasteigninni að neðan.

 

Hópur lúrir hjá´enni,

og hefur margan rykkinn,

ekki vildi ég á´enni,

eiga lokahnykkinn.

 

Kristján Runólfsson.

 

Skráð af Menningar-Staður