Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.09.2013 07:55

Vægi sumars og veturs breytist sáralítið í ferðaþjónustunni

 

Vægi sumars og veturs breytist sáralítið í ferðaþjónustunni

 

Tveir af hverjum þremur erlendu ferðamönnum sem heimsækja Ísland koma yfir sumarmánuðina, maí til september. Þegar rýnt er í talningar Ferðamálastofu á umferð um Leifsstöð kemur í ljós að hlutdeild þessa tímabils, af heildar ferðamannafjöldanum, hefur haldist á bilinu 63 til 66 prósent síðustu tíu ár. Um þriðjungur ferðamannanna dreifist á hina sjö mánuði ársins.

Mikil aukning frá Bretlandi

Síðastliðinn vetur heimsóttu sjötíu þúsund fleiri ferðamenn Ísland en veturinn þar á undan. Bretar stóðu undir fjörtíu prósent af þeirri aukningu og í sumar nam fjölgun þeirra hér á landi um 28 prósent. Á sama tíma hefur framboð á flugi héðan til Bretlands stóraukist og í vetur verða ferðirnar til London tvöfalt fleiri en fyrir tveimur árum síðan.

Mikilvægi beins flugs sést vel á fjölgun rússneskra ferðalanga hér á landi því þeim fjölgaði um meira en helming í sumar en Icelandair hóf að fljúga til Sankti Pétursborgar 1. júní. Það er í fyrsta skipta sem boðið er upp á áætlunarflug milli Íslands og Rússlands.

 

Af www.turisti.is

 

Skráð af Menningar-Staður