Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.09.2013 06:51

Hrútavinir í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu

Í Sunnlkenska bókakaffinu á Selfossi og menningarkakó á borðum

F.v. Kristján Runólfsson, Elín Gunnlaugsdóttir og Jóhann Páll Helgason sem öll hafa búið á Eyrarbakka.

 

Hrútavinir í Menningarkakói í Sunnlenska Bókakaffinu

 

Nokkrir Hrútavinir komu saman föstudaginn 27. september sl. , eins og þeirra er taktföst venja, í Sunnlenska bókakaffinu við Austurveg á Selfossi  til mannblöndunar og drekka menningarkakó.

Þetta voru Kristján Runólfsson frá Káragerði á Eyrarbakka, Jóhann Páll Helgason frá Brennu II á Eyrarbakka, Björn Ingi Bjarnason frá Ránargrund á Eyrarbakka.

 

Venja er á þessum fundum að taka á móti gestum í menningarspjlall og var svo einnig að þessu sinnu.

 

Þeir sem komu í gestaspjall voru:

Ásbjörn Jóhannesson í Karlakórnum Fósbræðrum. Kórinn í heild sinni voru gerðir að Hrútavinum og sérstaklega Hrútafélag sem starfandi er innan kórsins.

Jón R. Hjálmarsson fræðimaður og fyrrum skólastjóri í Héraðsskólanum að Skógum sem var sérlaga glaður í samfélagi Hrútavina.

Siðan var Ívar Sigurðsson úr Vík Mýrdal, fulltrúi ungu kynslóðarinnar, og fékk fræðslu um samfélag Hrútavina.

 

Kristján Runólfsson orti:

Þar var spjallað, mætir menn,
margt um fjalla gaman,
vinir snjallir, oft og enn,
eru að bralla saman.

 

F.v.: Kristján Runólfsson, Bjarni Harðarson, Ásbjörn Jóhannesson og Jóhann Páll Helgason.

 

F.v.: Kristján Runólfsson, Jón R. Hjálmarsson og Jóhann Páll Helgason.

 

F.v.: Ívar Sigurðsson og Kristján Runólfsson.

 

 

Skráð af Menningar-Staður