Þórarinn Olgeirsson
Merkir Íslendingar - Þórarinn Olgeirsson
Þórarinn Olgeirsson útgerðarmaður fæddist á Valdastöðum í Árnessýslu 1. október 1883. Foreldrar hans voru þau Olgeir Þorsteinsson og k.h., Steinunn Einarsdóttir, en þau bjuggu á Valdastöðum.
Með fyrri eiginkonu sinni, Nancy Little, dóttur Joes Little skipstjóra, átti Þórarinn þrjú börn og eitt með seinni eiginkonu sinni, Guðrúnu Zoëga.
Þórarinn hóf ungur sjómennsku á skútuöldinni. Hann var ráðinn háseti á skútuna Agnesi frá Reykjavik árið 1899 og var síðan á ýmsum bátum og skútum víða um land.
Árið 1909 útskrifaöist Þórarinn úr Stýrimannaskólanum í Reykjavík og var þá orðinn skipstjóri hjá Eldeyjar-Hjalta. Hann varð síðan einn þekktasti skipstjóri og útgerðarmaður Íslendinga á árum fyrstu botnvörpunganna og fram að seinni heimsstyrjöld.
Þórarinn var fyrst skipstjóri á Marz frá Reykjavík, síðan á Great Admiral frá Grimsby, þá á Jarlinum frá Ísafirði. Hann var skipstjóri á eigin togurum, Belgaum frá Reykjavík 1918-25 og Júpiter í þrjú ár, þá með Vensus í sex ár og loks var hann með King Sol, einn stærsta togara Breta fyrir seinni heimsstyrjöldina, frá 1936-39, er skipið var þjóðnýtt til hernaraðgerðar.
Þórarinn var lengst af búsettur í Bretlandi og var umboðsmaður íslenskra skipstjóra og útgerðarmanna þar um árabil. Auk þess kom Þórarinn að gerð nýsköpunartogaranna. Hann varð vararæðismaður Íslands í Bretlandi árið 1948 og ræðismaður árið 1954.
Þórarinn þótti alla tíð farsæll og dugandi skipstjóri, mikill aflamaður og dugnaðarforkur við öll sín störf fram á elliár. Hann leiðbeindi oft öðrum á góð aflamið og bjargaði eitt sinn á þriðja tug sjómanna á þremur áraskipum í aftakaveðri á Breiðafirði í ársbyrjun 1925.
Þórarinn var sæmdur riddarakrossi árið 1948 og stórriddarakrossi árið 1953 enda störf hans í þágu íslensks sjávarútvegs ómetanleg.
Þórarinn lést 5. ágúst 1969.
Morgunblaðið þriðjudagurinn 1. október 2013 - Merkir Íslendingar
Togarinn Marz við bryggju í Reykjavík árið 1915
Skráð af Menningar-Staður
© 2021 123.is | Nýskrá 123.is síðu | Stjórnkerfi 123.is