Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.10.2013 07:25

Markaðsátak, samstarf og kynning

Tékklendingar við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka, -Menningar-Stað-  í sumar.

 

Markaðsátak, samstarf og kynning

 

Út er komin framvinduskýrsla Markaðsstofu Suðurlands. Þar er greint frá hinum fjölmörgu verkefnum sem Markaðsstofan hefur átt frumkvæði að.

Menningar-Staður á Eyrarbakka er þátttakandi í Markaðsstofunni. 

 

Stærsta verkefni markaðstofunnar síðasta ár hefur líklega verið verkefnið og vefurinn www.winterwonderland.is.

Verkefnið er liður í því að lengja ferðamannatímabilið. Á vefnum er athygli á því sem boðið er upp á yfir vetrarmánuðina og einnig eru ferðamenn hvattir til að senda inn myndir.

Þá stendur Markaðsstofan fyrir margvíslegu samstarf og hefur fengið aðila úr ferðaþjónust til að hittast og þróa pakkaferðir.

 

Síðast en ekki síst er stöðugt unnið að kynningar- og markaðsmálum svo sem með útgáfu suðurlandsbæklings, en honum er dreift um allt land.

 

Hægt er að skoða skýrslu markaðsstofunnar  HÉR

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður