Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.10.2013 05:31

Merkir Íslendingar - Sigfús Blöndal

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Sigfús Blöndal.

 

Merkir Íslendingar - Sigfús Blöndal

 

Dr. Sigfús Benedikt Björnsson Blöndal orðabókarhöfundur fæddist á Hjallalandi í Vatnsdal 2.10. 1874. Hann var sonur Björns Blöndal sundkennara í Reykjavík, sonar Lúðvíks Blöndal, trésmiðs og skálds, sonar Björns Auðunssonar, sýslumanns í Hvammi og ættföður Blöndalsættar. Móðir Sigfúsar var Guðrún Sigfúsdóttir, pr. á Tjörn á Undirfelli í Vatnsdal Jónssonar, og Sigríðar Björnsdóttur Blöndal.

Björn lauk stúdentsprófi 1892 og cand.mag.-prófi í málfræði með latínu sem aðalgrein við Kaupmannahafnarháskóla. Hann dvaldi í Englandi og Frakklandi skamma hríð en var síðan búsettur í Kaupmannahöfn til æviloka.

Björn starfaði lengst af við Konunglega bókasafnið í Kaupmannahöfn, var skipaður bókavörður þar 1914 en fékk lausn 1939. Þá var hann lektor í íslensku nútímamáli við Kaupmannahafnarháskóla.

Björn var virtur fræðimaður og prýðilega skáldmæltur. Þekktastur er hann fyrir sína miklu íslensk-dönsku orðabók sem hann vann að ásamt eiginkonu sinni, Björg Caritas Þorláksson. Vinna þeirra við orðabókina stóð í tæp tuttugu ár og mun Björg hafa unnið að verkinu samfellt á þeim tíma, ekki síður en hann. Orðabókin kom fyrst út á árunum 1920-24 og hefur síðar tvisvar verið ljósprentuð eftir frumútgáfunni. Viðbætir við bókina var gefinn út 1963 en ritstjórar hans voru Halldór Halldórsson og Jakob Benediktsson. Orðabók Blöndals er gífurlega mikilvæg heimild um íslenska tungu.

Þá samdi Sigfús rit um þætti úr íslenskri menningarsögu og sendi frá sér ljóðabækur.

Dr.phil. Björg C. Þorláksdóttir, fyrri kona Sigfúsar og systir Jóns Þorlákssonar, verkfræðings, borgarstjóra og forsætisráðherra, var fyrsti íslenski kvendoktorinn og mikill fræðimaður. Ævisaga hennar var skráð af Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur og kom út um aldamótin síðustu.

Sigfús lést 19. mars 1950.

Morgunblaðið miðvikudagurinn 2. október 2013.

Kaupmannnahfanarháskóli.

 

Skráð af menningar-Staður