Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.10.2013 10:20

Rimlarnir björguðu á Bakkanum

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari á Stað, innan við rimlana sem björguðu og brotnu rúðurnar.

 

Rimlarnir björguðu á BakkanumÍ nótt var gerð tilraun til innbrots í Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Rúður voru brotnar í tveimur gluggum á suðurhliðinni sem sjást ekki frá þorpinu.

Þegar innbrotsþjófarnir hafa ýtt gluggatjöldum til hliðar tóku við leikfimisrimlar. Við það hafa þjófarnir þurft frá að hverfa.

 

Málið var tilkynnt lögreglu og starfsmenn Sveitarfélagsins Árborgar, sem er eigandi hússins, komu strax á staðinn til lagfæringa.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/253107/

 

Nokkra myndir hér:

Siggeir Ingólfsson.

 

 

 

F.v.: Guðmundur, Siggeir,Óðinn og Valli.

 

 

 

 

 

Skráð af menningar-Staður