Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

02.10.2013 21:45

Sólarlag séð frá Menningar-Stað

 

Siggeir Ingólfsson og sólarlagið við Stað á Eyrarbakka í kvöld.

 

 

Sólarlag séð frá Menningar-Stað

 

Menningar-Staður færði til myndar sólarlagið séð af útsýnispallinum við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka, Menningar-Stað,  á sjöunda tímanum í kvöld.

 

Næstu ellefu vikurnar mun sólin setjast í sjóinn frá vestri sé frá Eyrarbakka þar til við vetrarsólhvörf í desember að sólin fellur í sjóinn beint fram af Bakkanum nær því í suð-suð vestri.

 

Á þessum vikum má búast við mörgum frábærum sólarlagskvöldum og í framhaldi þeirra í björtu veðri mögnuðum norðurljósasýningum.

Til viðbótar þessu verða síðan magnaðar brimsýningar þegar hafið er í ham.

 

Allt þetta er í boði á besta stað af nýja útsýnispallinum á sjóvarnargarðinum frábæra við Stað en hann verður vígður á mikilli hátíð sem verður að Stað sunnudaginn hinn 20 október nk. og hefst kl. 15:00

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður