Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

04.10.2013 06:58

Tónahátíð félagsheimilanna í Flóahreppi

Félagslundur í Flóahreppi.

 

Tónahátíð félagsheimilanna í Flóahreppi

 

Þrír glæsilegir tónlistarviðburðir verða í félagsheimilunum í Flóahreppi í október og nóvember.

 

Félagslundur 12. okóber:

Gissur Páll Gissurarson, tenor, mun syngja af sinni alkunnu snilld. 

Þjósárver 26. október:

Söngkvöld í umsjón Inga Heiðmars Jónssonar.  Sagnaþulan Ragnheiður Þóra Grímsdóttir frá Akranesi segir sögur og Bakkatríóið frá Hvolsvelli mun spila nokkur lög.

Þingborg 2. nóvember:

KK og Maggi Eiríks munu flytja tónlist eins og þeim einum eru lagið.

 

Miðaverð  á viðurðina í Félagslundi og Þjósárveri er  aðeins kr. 2.000 en í Þingborg kr. 3.000. Hægt er að kaupa miða á alla viðburðina og kostar sá pakki kr. 5.000.  Miðapantanir í síma 691-7082. Einnig er hægt að kaupa miða við innganginn.

Húsin opna kl. 20:30 og viðburðirnir hefjast kl. 21:00. 

 

Af www.floahreppur.is

 

Skráð af Menningar-Staður