Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.10.2013 06:27

Menningarsamband Bornholm og Bakkans

Danirnir frá Bornholm á Rauða-Húsinu á Eyrarbakka í gærkvöldi. F.v.: Jens Hansen og Ole Simonsen.

 

Menningarsamband Bornholm og Bakkans

 

Þessa dagana eru í heimsókn á Eyrarbakka tveir gestir frá dönsku eyjunni Bornholm sem liggur í Eystrasalti sunnan við Svíþjóð.

Þetta eru þeir Jens Hansen og Ole Simonsen sem eru miklir veiðimenn og hafa í nokkra daga verið á veiðum sunnanlands með Bjarna Olesen og Gesti Hjaltasyni.

 

Tilgangur heimsóknarinnar er einnig að styrkja mannlífs- og menningarsamband Eyrarbakka og Bornholm sem byggir á nær 25 ára sumarveru tónlistarmannsins og Vestfirðingsins Sigga Björns á Bornholm. Siggi Björns er Sunnlendingum að góðu kunnur eftir marga tónleika hér og kraftmikla þátttöku í starfi Hrútavinafélagsins Örvars á Suðurlandi.

 

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka, -Menningar-Staður- mun verða í lykilhlutverki í mannlífs og menningarsambandinu við Bornholm og er ljóst að menn verða varir við slíkt með afgerandi hætti á vormánuðum.

 

 

Nokkrar myndir með Sigga Björns á Bornholm í ágúst 2012. Siggi er gríðarlega vinsæll hjá sumargestum á Bornhólm sem koma víða að úr Evrópu og hann er dáður af heimamönnum:

 

 

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður