Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.10.2013 06:20

Ingólfur hefur vetursetu í Sandvíkurhreppi

Ingólfur á vörubílspalli á Lækjarmótavegi í gærkvöldi. Ljósm.: sunnlenska.is/Guðmundur Karl

 

Ingólfur hefur vetursetu í Sandvíkurhreppi

 

Húsið Ingólfur á Selfossi var flutt aftur upp í Flóa í gærkvöldi eftir að hafa gegnt hlutverki leikmyndar í norskri kvikmynd sem tekin var upp á Eyrarbakka.

Ingólfur flutti tímabundið á Eyrarbakka í byrjun september en hann var hífður aftur upp á vörubílspall í gær og ekið upp Flóann í gærkvöldi.

Að sögn Leós Árnasonar, eiganda hússins, mun Ingólfur hafa vetursetu í Nýjabæ í Sandvíkurhreppi þar sem lappað verður upp á hann áður en hann verður fluttur á nýjan sökkul á sinni gömlu lóð við Eyraveg 1 á Selfossi næsta sumar.

Flutningurinn í gærkvöldi gekk vel en starfsmenn Rarik voru með í för og var rafmagnið meðal annars tekið af öllum Sandvíkurhreppi um miðnætti þar sem lyfta þurfti rafmagnslínum sem urðu á vegi Ingólfs. Rafmagnið var komið aftur á um það bil tuttugu mínútum síðar. 

 

Af: www.sunnlenska.is

 

Skráðaf Menningar-Staður