Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

08.10.2013 07:01

Mælt fyrir Lottóvelli við Menningar-Stað

Á Menningar-Stað í gærmorgun.  F.v.: Ole Simonsen, Siggeir Ingólfsson og Jens Hansen.

 

Mælt fyrir Lottóvelli við Menningar-Stað

 

Danirnir frá Borgundarhólmi,  sem þessa dagana eru í heimsókn á Eyrarbakka,  komu í Félagsheimilið Stað, -Menningar-Stað- í  gærmorgun.

 

Voru þeim sýndar framkvæmdir við útsýnispallinn á sjóvarnargarðinum sem er mögnuð og margþætt framkvæmd.

 

Síðan var mælt fyrir „Lottóvelli“  en Danirnir frá Borgundarhólmi eru sérfræðingar í „Hænsnalottói“ sem er mjög vinsælt á Borgundarhólmi og fulltrúar frá Eyrarbakka upplifðu í heimsókn þangað í fyrra.

 

Lottóvöllurinn verður tilbúinn í vor og víst er að hann verður kærkomin viðbót við hænsnalífið og menninguna á Eyrarbakka  eins og fólk þekkir berlega frá Aldamótahátíðunum og víðfrægt er.

Útsýnispallurinn mun nýtast sem stúka við Lottóvöllinn.

 

Nánar um Hænsnalottó á Borgundarhólmi síðar.

 

Myndaalbúm frá mælingunni er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð hér: http://menningarstadur.123.is/photoalbums/253338/

 

Nokkrar hyndir hér:

 

VIð mælingar fyrir Lottóvellinum í Hænsnalottói.

F.v.: Jens Hansen, Ole Simonsen og Siggeir Ingólfsson.

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður