Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

12.10.2013 22:27

Styttan af Páli Ísólfssyni komin á nýjan stað

Anna Sigríður og Kjartan afhjúpa styttuna. Ljósmynd/arborg.is

 

Styttan af Páli Ísólfssyni komin á nýjan stað

 

Í dag var fyrsti menningarviðburðurinn í menningarmánuðinum október, sem skipulagður er af íþrótta- og menningarnefnd Árborgar, haldinn á Stokkseyri.

 

Dagurinn í dag er afmælisdagur tónskáldsins Páls Ísólfssonar, sem fæddist á Stokkseyri fyrir 120 árum, og var af því tilefni afhjúpuð stytta af Páli á nýjum stað á Stokkseyri. Styttan hefur staðið við Ísólfsskála síðastliðin 40 ár en núna er hún kominn á fallegan teig á móts við Þuríðarbúð í hjarta þorpsins.

Það var séra Anna Sigríður Pálsdóttir, dóttir skáldsins og Kjartan Björnsson, formaður ÍMÁ sem afhjúpuðu styttuna í sameiningu.

 

Að þeirri athöfn lokinn var boðið til kaffisopa í Svartakletti, galleríi Elfars Guðna áður en Kristjana Stefáns ásamt kvartett stigu á svið í Stokkseyrarkirkju og spiluðu lög eftir Pál.

Góð mæting var í kirkjuna en rúmlega 70 manns sátu á tónleikunum.

 

 

 

 

Af www.sunnlenska.is og www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður