Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

14.10.2013 07:12

Flaggað allan sólarhringinn?

Lagt hefur verið til að heimilt sé að flagga íslenska fánanum allan sólarhringinn yfir sumartímann.

.

 

 

Flaggað allan sólarhringinn?

 

Tíu þingmenn Framsóknarflokksins hafa lagt fram frumvarp um breytingu á fánalögum, þar sem lagt er til að heimilt verði að hafa fána að húni allan sólarhringinn frá 15. maí til 15. ágúst. Einnig verði heimilt að hafa fána uppi allan sólarhringinn sé hann flóðlýstur.

Samkvæmt núgildandi reglum má ekki draga fána að hún fyrr en klukkan sjö að morgni, en ekki vera uppi lengur en til sólarlags, og aldrei lengur en til miðnættis. 

 

Markmið breytinganna er að auka almenna notkun íslenska fánans, þar sem með þessu þyrfti ekki að hafa áhyggjur af því að brjóta fánalög með því að gleyma fánanum uppi. Hluta þess tíma sem um ræðir er sólarlag eftir miðnætti á suðurlandi, en tvær vikur líða milli sólrisu og sólseturs yfir hásumarið á Ísafirði. 


Búast má við að breyting af þessu tagi mælist vel fyrir meðal landeigenda í eyðibyggðum nyrst á Vestfjörðum, en þar er hefð fyrir því að hafa fána við hún til marks um að dvalið sé í húsum. 

 

Af www.bb.is

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður