Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.10.2013 21:59

Fjöldi ferðamanna skoðar norðurljósin

Við ósa Ölfusár í gærkveldi og séð upp að Ingólfsfjalli og Selfossi. Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson á Eyrarbakka.

 

Fjöldi ferðamanna skoðar norðurljósin

 

Milli 200 og 400 manns hafa farið með Iceland Excursions að skoða norðurljósin á hverju kvöldi sem þau sýna sig, að sögn Sigurdórs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra. Hann sagði þetta eingöngu vera erlenda ferðamenn og þeim væri alltaf að fjölga.

 

„Þetta vill safnast upp því það eru ekki norðurljós öll kvöld. Við reynum að meta hvort það er öruggt að fólkið sjái norðurljósin og förum kannski að jafnaði annað til þriðja hvert kvöld,“ sagði Sigurdór. Svo geta komið lengri tímabil þegar ekki sést til himins. Ef svo illa fer að ekki sést til norðurljósa þá fá farþegarnir fría ferð kvöldið eftir.

 

Staðan er metin síðdegis hvern dag og ákveðið hvert skal haldið. Ferðirnar taka 3-5 tíma eftir því hvað þarf að fara langt frá Reykjavík. Samkvæmt norðurljósaspá Veðurstofu Íslands var talsverð norðurljósavirkni í gærkvöldi en draga átti úr virkni eftir því sem liði á vikuna.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 15. október 2013.

Frá Eyrarbakkafjöru og séð til Þorlákshafnar.  Ljósm.: Halldór Páll Kjartansson á Eyrarbakka.

 

Skráð af Menningar-Staður