Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.10.2013 23:18

Guðni fram á ritvöllinn

F.v.: Margrét Hauksdóttir, Björn Ingi Bjarnason og Guðni Ágústsson í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 7. júlí 2013.

 

Guðni fram á ritvöllinn

 

Fyrir nokkrum árum skrifaði Sigmundur Ernir Rúnarsson rómaða ævisögu Guðna Ágústssonar, fyrrum Framsóknarforingja. Nú skundar Guðni sjálfur í fyrsta sinn fram á völlinn með bók; Guðni – léttur í lund. Auðvelt er að ímynda sér að þar fari ein af söluhæstu bókum komandi jóla, enda Guðni með afbrigðum vinsæll tækifærisræðumaður og hefur um árabil skemmt í veislum um land allt.

Í bókinni segir Guðni með sínum kjarnyrta hætti sögur af forvitnilegu fólki sem hann hefur mætt á lífsleiðinni – og sjálfum sér. Í samtali við Menningarpressuna segist Guðni hafa safnað sögunum víða.

,,Ýmsir sendu mér eftirminnilegar sögur og safnaðist mikið magn í sarpinn við bókarskrifin," segir Guðni. ,,Þetta eru skemmtilegar sögur, ekki settar fram til að lítillækka neinn eða meiða. Engin þeirra er með þeim hætti. Maður er manns gaman og hér set ég fram sögur af því sem ég hef skemmtilegast heyrt og lifað í gegnum ævina," bætir Guðni við þar sem ritari hitti hann glaðbeittan í hesthúsahverfinu í Fjárborgum í Reykjavík.

Samkvæmt upplýsingum frá Bjarti, útgáfu Guðna kennir í bókinni margra grasa; hér stíga fram á sviðið óþekktir bændur úr Flóanum jafnt semþjóðkunnir stjórnmálamenn af öllum stærðum og gerðum. Í bókinni eru sögur afkynlegum kvistum og vammlausum embættismönnum, skagfirskum indíána, mögnuðum draugagangi, flótta út um þakglugga, manndrápsferð til Kína, afdrifaríku fallhlífarstökki og eftirminnilegar vísur – svo eitthvað sé nefnt. Þá segja ýmsir þjóðþekktir menn litríkar sögur af Guðna.

 

Hér má sjá fólk hlæja undir ræðu Guðna Ágústssonar á 100 ár afmælishátið Björns Inga Bjarnasonar og Hrútavinafélagsins Örvar í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka þann 7. júlí 2013.

.

.

.

.

.

.

 

Af www.menningarpressan.is

 

Sklráð af Menningar-Staður