Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

16.10.2013 06:08

Kostnaður á hvern fanga 7,1 milljón

Litla-Hraun á Eyrarbakka.

 

Kostnaður á hvern fanga 7,1 milljón

 

Meðaltalskostnaður á hvern fanga í fangelsum ríkisins árið 2012 nam tæplega 7,1 milljón króna en kostnaður við hvern og einn fanga er mismunandi eftir fangelsi.

Þetta kemur fram í svari innanríkisráðherra við fyrirspurn Silju Daggar Gunnarsdóttur um rafrænt eftirlit með föngum. Þar kemur einnig fram að meðaltalskostnaður á hvern fanga í rafrænu eftirliti séu tæpar 2 milljónir króna á ári.

„Samkvæmt gildandi lögum er hægt að heimila ákveðnum hópi fanga að ljúka afplánun með rafrænu eftirliti. Þeim föngum sem uppfylla skilyrði laga um fullnustu refsinga er gefinn kostur á því að ljúka afplánun undir rafænu eftirliti,“ segir í svari ráðherra. Þar segir einnig að 31. ágúst síðastliðinn hafi 463 dómþolar beðið afplánunar.

 

Morgunblaðið þriðjudagurinn 15. október 2013.

 

Skráð af Menningar-Staður.