Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

17.10.2013 05:44

Elfar Guðni Þórðarson listmámlari á Stokkseyri er 70 ára í dag 17. okt. 2013

 

Elfar Guðni Þórðarson með listaverk úr hvalbeini frá hvalveiðistöðinni á Sólbakka á Flateyri.

Elfar Guðni og Helga eiginkona hans dvelja nú í Mannlífs- og menningarsetri Önfirðinga á Sólbakka.

.

Elfar Guðni og fjallið Þorfinnur handan Flateyrar.

 

Elfar Guðni Þórðarson listmálari á Stokkseyri er 70 ára í dag 17. okt. 2013

 

Elfar Guðni hélt sína fyrstu málverkasýningu í Félagsheimilinu Gimli á Stokkseyri um hvítasunnu árið 1976 en hann sýndi þar árlega allt til í byrjunar þessar aldar.

Þá kom hann sér upp vinnustofu og glæsilegum sýningarsal í Menningarverstöðinni Hólmaröst á Stokkseyri og nefnir Svarta-klett. Elfar Guðni hefur verið með sýningar þar nokkrum sinnum á ári hverju.

Elfar Guðni og Hega eiginkona hans dvelja nú vestur á Flateyri í Mannlífs- og menningarsetri Önfirðinga að Sólbakka. Þetta er í fimmta sinn sem þau dvelja þar enda segir Elfar Guðni að krafturinn í önfirskri og vestfirskri náttúru vera gríðarlegan.

 

Elfar Guðni í gömlu vinnustofu sinni í Götuhúsum sem hann setti upp í sýningarsalnum í Svarta kletti.

 

Skráð af Menningar-Staður