Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.10.2013 06:10

26. október 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri

Flateyri við Önundarfjörð og snjóflóðavarnirnar sem gerðar hafa verið ofan við þorpið.

 

26. október 1995 - Snjóflóð féll á Flateyri

 

Tuttugu manns fórust þegar snjóflóð féll úr Skollahvilft á byggðina á Flateyri við Önundarfjörð kl. 4.07 að nóttu.

Strax eftir að flóðið féll tókst að bjarga sex mönnum á lífi og fjórum um hádegi.

Hundruð manna tóku þátt í leit og björgun, en erfitt var að komast á staðinn vegna veðurs.

„Mannskæðustu náttúruhamfarir á landinu í manna minnum,“ sagði Tíminn.

 

Morgunblaðið laugardagurinn 26. október 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

 

.

.

Minningarsteinn við Flateyrarkirkju með nöfnum þeirra 20 sem fórust í snjóflóðinu 26. okt. 1995.

 

Skráð af Menningar-Staður.