Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

26.10.2013 20:59

Vel heppnaðir tónleikar í Menningarsalnum í Hótel Selfoss

F.v.: Bassi Ólafsson trommari Kiriyama Family og Kjartan Björnsson formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.

 

Vel heppnaðir tónleikar í Menningarsalnum í Hótel Selfoss

 

Það voru sáttir tónleikagestir sem fóru úr Menningarsalnum í Hótel Selfossi á fimmtudagskvöldinu 24. okt. 2013 eftir vel heppnaða tónleika ungra hljómsveita af svæðinu.

Tónleikarnir sem voru hluti að menningarmánuðinum október hófust kl. 20:00 með hljómsveitinni Waveland og þurfti að bæta við stólum í salinn svo allir gestir hefðu sæti. Næstir á svið voru Kiriyama Family sem vöktu mikla lukku meðal gesta. Aragrúi steig næst á svið en þar er á ferð mjög efnileg hljómsveit sem stóð sig vel í músíktilraunum sl. vor og var Hulda söngkona m.a. valin besti söngvarinn. RetRoBot sem unnu músíktilraunirnar 2012 spiluðu svo nokkur lög áður en The Wicked Strangers lokuðu kvöldinu með heljarinnar látum.

 

Frábært kvöld og það er ótrúlegt hvað hægt er að gera í Menningarsalnum þótt hann sé ennþá í fokheldu ástandi. 

 

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar afhendi svo Bassa Ólafssyni smá þakklætisvott í lok tónleikanna en hann hefur séð um mestu skipulagninguna f.h. ungmennahússins sem kom að kvöldinu ásamt nefndinni og EB kerfum sem unnu þrekvirki í að breyta fokheldum salnum í flottan tónleikasal.  

 

Af www.arborg.is

 

Kiriyama Family og fjölmenni.

 

Skráð af Menningar-Staður.