Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.10.2013 15:14

Færa -Vor í Árborg- að sumardeginum fyrsta vorið 2014

Kjartan Björnsson formaður Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar t.h. var á menningarhátíðinni -Sögur á Bakkanum- sem var um síðustu helgi og fjölmenni sótti. Hér afhendir hann Siggeiri Ingólfsyni, staðarhaldara á Stað blóm.

 

Færa  -Vor í Árborg-  að sumardeginum fyrsta vorið 2014

 

Bæjar- og menningarhátíðin Vor í Árborg verður haldin óvenju snemma næsta vor samkvæmd ákvörðun Íþrótta- og menningarnefndar Árborgar.

Nefndin ákvað á síðasta fundi sínum að hátíðin færi fram dagana 24. til 27. apríl á næsta ári og tengist þannig sumardeginum fyrsta þann 24. apríl. 

 

Til þessa hefur hátíðin verið haldin um miðjan maí eða þá helgi sem tengist uppstignardegi.

 

Kjartan Björnsson, formaður íþrótta- og menningarnefndar segir að í ljósi þess að sveitarstjórnarkosningar séu fyrirhugaðar þá helgina hafi verið talið óheppilegt að halda hátíðina þá daga.

Einnig segir Kjartan að ný dagsetning geti fallið betur að uppgjöri kórastarfs, sem gjarnan halda tónleika sína undir lok apríl. „Með þessu geta þeir kannski tengst þessari hátíð okkar á heppilegri hátt,“ segir Kjartan.

 

__________________

 

Sveitarstjórnarkosningar fara fram laugardaginn 31. maí 2014.

Í ljósi þess að flokkar og fylkingar eru farin að huga að framboðsmálum birtum við hér til gamans prófkjörsmyndir hjá Sjálfstæðismönnum á árinu 2006.

 

 

Á Eyrarbakka. F.v.: Sigurður Steindórsson og Þór Hagalín.

.

Á Stokkseyri. F.v.: Indriði Indriðason, Helgi Ívarsson og Birgir Marteinsson.

 

Skráð af Menningar-Staður