Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

27.10.2013 06:26

Þingmenn í heimsókn hjá Árborg

Alþingismenn Suðurkjördæmis á fundinum í Ráðhúsi Árborgar á Selfossi.

 

Þingmenn í heimsókn hjá Árborg

 

Kjördæmavika stendur nú yfir og heimsóttu þingmenn Suðurkjördæmis bæjarstjórn Sveitarfélagsins Árborgar í vikunni.

Fundað var í Ráðhúsi Árborgar með bæjarfulltrúum og fulltrúum Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga.

Auk þeirra var boðið til fundarins skólameistara FSu, framkvæmdastjóra HSU og fulltrúum Fræðslunets Suðurlands og Háskólafélags Suðurlands.

Umræða snerist að mestu um fjárlagafrumvarp fyrir árið 2014, einkum þá vankanta sem heimamenn sjá á tillögum í frumvarpinu.

 

Af www.arborg.is

 

Alþingismennirnir Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmun Árnason komu á Menningarhátíðina - Sögur af Bakkanum- síðasta sunnudag. F.v.: Siggeir Ingólfsson, Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason.

 

Ásmundur Friðriksson.

 

Ásmundur Friðriksson og Vilhjálmur Árnason komu í Vesturbúðina á Eyrarbakka síðasta þriðjudag.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður