Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.10.2013 05:24

Ljósmyndasýning að Stað á Safnahelgi 3. nóv.: -Af mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013-

Siggeir Ingólfsson, Staðarhaldari á Stað.

 

Ljósmyndasýningar að Stað á Safnahelgi sunnud. 3. nóv.:  

-Af mannlífi og menningu á Eyrarbakka 2013

 

Á ljósmyndasýningunni eru 160 myndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka á dögunum.

 

Ljósmyndasýningin er unnin í Prentmeti  á Selfossi og er hluti þess mannlífs  sem Menningar-Staður hefur fært til myndar síðustu mánuði.

 

Siggeir Ingólfsson, staðarhaldari að Stað á Eyrarbakka, hefur sett upp sérstakar sýningarplötur vegna sýningarinnar. Þessi aðstaða mun auðvelda til framtíðar allt sýningahald af þessum toga. 

 

Myndirnar 160 á sýningunni eru nánast allar úr ljósmyndasafni Björns Inga Bjarnason að Ránargrund á Eyrarbakka.

 

Þá eru einnig sýning 20 gamalla mynda í Upplýsingamiðstöðinni sem er í anddyri Félagsheimilisins Staðar og vakið hefur mikla athygli síðustu mánuði.

 

 

Siggeir Ingólfsson.

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður