Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.10.2013 20:37

Menningarmánuðurinn október - Tónleikar Kristjönu Stefáns í Tryggvaskála mið. 30.okt. kl. 20:00

Frá tónleikum Kristjönu Stefánsdóttur og félaga í Stokkseyrarkirkju þann 12. otóber sl. á afmælisdagi Páls Ísólfssonar.

 

Menningarmánuðurinn október – Tónleikar Kristjönu Stefáns í Tryggvaskála mið. 30.okt. kl. 20:00

 

Lokakvöld menningarmánaðarins október verður haldið nk. miðvikudag 30.október kl. 20:00 í Tryggvaskála.

 

Kristjana Stefáns ásamt kvartett stígur þar á svið og heiðrar minningu stórskáldsins Páls Ísólfssonar frá Stokkseyri sem hefði orðið 120 ára þann 12. október sl. en öll lög kvöldsins eru eftir hann.

Frítt er inn á viðburðinn líkt og aðra viðburði á vegum Íþrótta- og menningarnefndar í mánuðinum en þátttaka hefur verið frábær á öllum viðburðum sem voru með fjölbreyttara móti þetta árið.

Þakkir til allra þeirra sem hafa komið að menningarmánuðinum með einum eða öðrum hætti. 

 

Íþrótta- og menningarnefnd Sveitarfélagsins Árborgar 

 

Af www.arborg.is

 

tryggvaskáli_Panorama_2

 

Skráð af Menningar-Staður