Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.10.2013 11:12

Konfekt-morgun í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

Brynjar Indriðason bauð uppá konfekt í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun...
.

..og vildi með því þakka Vitringunum fyrir hljómdiskinn með Æfingu.
Þar er m.a. sungið um Coke og súkkulaði.

.

Konfekt-morgun í Vesturbúðinni á Eyrarbakka

 

Vitringarnir komu saman til morgunfundar í Vesturbúðinni á Eyrarbakka á dag samkvæmt venju.

 

Séstakur gestur í morgun var Brynjar Indriðason, sölumaður alheimsins hjá Sælgætisgerðinni Góu í Hafnarfirði (Garðabæ).

Bauð hann Vitringunum sem og gestum og gangandi upp á konfekt frá Lindu-Góu. Vildi hann með þessu þakka Vitringunum fyrir hljómdiskinn með Hljómsveitinni Æfingu frá Flateyri sem Vitringarnir gáfu hunum á morgunfundi þann 19. sepember sl.  Hlustar hann þessar vikurnar á Æfingu í öllum ferðum sínum á Suðurlandið og hefur mikla ánægju af.

 

Siggi Björns í hljómsveitinni Æfingu hefur verið í uppáhaldi bjá Brynjari alla tónlistartíð Sigga Björns og diskurinn því happafengur fyrir Brynjar.

 

Frá Vitringafundi í Vesturbúðinni á Eyrarbakka í morgun.

F.v.: Siggeir Ingólfsson, Brynjar Indriðason, Finnur Kristjánsson og séra Sveinn Valgeirsson.

Skráð af Menningar-Staður

_________________________________________________________________________________________________________________________________________