Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.10.2013 17:03

Móttökuhús við Litla-Hraun

Móttökuhúsið komið á vagninum á planið við Litla-Hraun.

.

.

Móttökuhús við Litla-Hraun

 

Í gær var sett niður móttökuhús við hliðin að fangelsinu á Litla-Hrauni. Húsið var smíðað á Selfossi og flutt á stórum vagni í fyrrinótt niður á Eyrarbakka.

 

Eyrbekkingurinn Halldór Valur Pálssson hjá Fangelsismálastofnun var spurður um móttökuhúsið.

 

„Móttökuhúsið á að nota undir aðgangseftirlit fyrir þá sem eiga erindi inn í fangelsið, ss. gesti fanga og aðra sem þangað koma. Jafnframt fer þar fram leit í sendingum til fanga. Húsið verður búið biðstofu með geymsluskápum, leitarsal fyrir gegnumlýsingartæki og málmleitarhlið, ásamt sérstöku leitarherbergi og rými til að skrá og leita í sendingum ásamt móttöku/varðstofu.“

"Með tilkomu hússins er hægt að bæta aðgangseftirlit til muna en hingað til hefur allt eftirlit með gestum og sendingum farið fram eftir að viðkomandi er kominn inn á fangelsissvæðið" segir Halldór Valur.

Þá segir Halldór Valur einnig:   „Hússið er hluti af áætlun Litla-Hrauns og Fangelsismálastofnunar í að efla öryggi og ytri umgjörð fangelsisins. Í framhaldi af tilkomu hússins er jafnframt verið að vinna að uppsetningu öflugri öryggisgirðinga utan um helstu útivistarsvæði fangelsisins sem mun einnig breyta ásýnd fangelsisins.“

 

Móttökuhúsið komið á sinn stað við hliðin á Litla-Hrauni.

 

Skráð af Menningar-Staður