Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.11.2013 23:13

Hálf öld frá morði Kennedys

Kennedyhjónin í Dallas í Texas þann 22. nóvember 1963.

 

Hálf öld frá morði Kennedys

 

Klukkan hálfsex að íslenskum tíma þann  22. nóvember 1963  keyrði bílalest Johns F. Kennedys, forseta Bandaríkjanna, inn á Dealey-torg í borginni Dallas í Texas-ríki. Við gullu þrjú skot. Tvö þeirra hæfðu forsetann, annað í hálsinn og hitt í höfuðið og var strax farið með hann á sjúkrahúsið í Dallas. Ekki tókst að vekja Kennedy aftur til lífsins þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og komst hann aldrei til meðvitundar.

Fréttin af tilræðinu fór sem eldur í sinu um alla heimsbyggðina. Til Íslands barst hún með fjarritum, sem þá voru til á fjölmiðlum landsins. Morgunblaðið fékk fyrstu áreiðanlegu fréttirnar með fréttaskeyti frá AP-fréttastofunni um sexleytið, hálftíma eftir að morðið átti sér stað. Stuttu síðar barst staðfesting á að Kennedy væri látinn.

Dagskrá Ríkisútvarpsins var rofin stuttu eftir það til þess að koma fregninni til skila og vöktu fréttirnar óhug hjá hverjum þeim sem á hlýddu.

Eru enn fjölmargir á lífi sem muna nánast eins og það hafi verið í gær hvar þeir voru og hvað þeir voru að gera þegar þeir heyrðu að banatilræðið hefði heppnast og Kennedy væri allur.

 

Morgunblaðið föstudagurinn 22. nóvember 2013

Skráð af Menningar-Staður