Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.11.2013 08:10

Ari Björn Thorarensen gefur kost á sér áfram

Eyrbekkingurinn Ari Björn Thorarensen sem býr á Selfossi

 

Ari Björn Thorarensen gefur kost á sér áfram

 

Eyrbekkingurinn Ari Björn Thorarensen, forseti  bæjarstjórnar í Sveitarfélaginu Árborg, gefur kost á sér áfram á lista Sjálfstæðismanna  við sveitarstjórnarkosningarnar hinn 31. maí 2013.

 

Þetta kom fram á fundi hjá Sjálfstæðismönnum á dögunum. Aðrir bæjarfulltrúar Sjálfstæðismanna hafa ekki gefið upp hug sinn í framboðsmálum.

 

Sjálfstæðismenn eru nú með hreinan meirihluta í Sveitarfélagini Árborg  þ.e.  með fimm bæjarfulltrúa af  níu.

 

Ari Björn Thorarensen var á Eyrarbakka þann 20. október sl. og tók þátt í hátíðarhöldunum vegna vígslu skábrautarinnar á útsýnispallinn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Ari er Eyrbekkingur og býr á Selfossi.

 

Skráð af Menningar-Staður