Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.11.2013 07:42

Arna Ír og Eggert Valur áfram í framboði

image

Arna Ír Gunnarsdóttir og Eggert Valur Guðmundsson, bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg.

 

Arna Ír og Eggert Valur áfram í framboði

 

Bæjarfulltrúar Samfylkingarinnar í Árborg, þau Eggert Valur Guðmundsson og Arna Ír Gunnarsdóttir hyggjast bæði gefa kost á sér til setu lista flokksins við bæjarstjórnarkosningarnar í vor.

Þetta upplýstu þau á fundi félagsins fyrir skömmu.

 

Eggert Valur var kjörinn í bæjarstjórn vorið 2010, en Arna Ír tók sæti í bæjarstjórn um haustið sem varamaður Ragnheiðar Hergeirsdóttur.

 

Ekki voru önnur nöfn nefnd til leiks á fundinum.

 

Af www.sunnlenska.is

 

Arna Ír Gunnarsdóttir var á Eyrarbakka þann 20. október sl. og tók þátt í hátíðarhöldunum vegna vígslu skábrautarinnar á útsýnispallinn við Félagsheimilið Stað á Eyrarbakka. Arna Ír á upprunarætur á Eyrarbakka.

 

 

Skráð af Menningar-Staður