Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.11.2013 07:36

Kóramót í Hveragerðiskirkju í dag

Hveragerðiskirkja.

Kóramót í Hveragerðiskirkju í dag

 

Hverafuglar, kór Félags eldri borgara í Hveragerði og gestakórar halda tónleika í Hveragerðiskirkju í dag, sunnudaginn 24. nóvember 2013 kl. 16:00. 

Á tónleikunum koma fram Hverafuglar undir stjórn Örlygs Atla Guðmundssonar, Söngsveitin Tvennir tímar frá uppsveitum Árnessýslu, undir stjórni Stefáns Þorleifssonar, Vox Veritas úr Garðabæ, undur stjórn Örlygs Atla Guðmundssonar og Söngkór Miðdalskirkju undir stjórn Jóns Bjarnasonar.

Aðgangur er ókeypis og allir hjartanlega velkomnir að hlusta á söng kóranna.

Eftir tónleikana fara kórarnir á Hótel Örk og drekka kaffi saman. Tónleikagestir eru velkomnir í kaffið með kórunum.

Kaffið kostar 1.500 krónur á mann.

 

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður