Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.11.2013 15:26

Norðurbryggja í Kaupmannahöfn 10 ára

Vigdís Finnbogadóttir á Norðurbryggju í gær.  Ljósm.: Júlía B. Björnsdóttir.

.

Karin Elsbudóttir á Norðurbryggju í gær.  Ljósm.: Júlía B. Björnsdótir.

.

Norðurbryggja í Kaupmannahöfn 10 ára

 

Í gær var fagnað 10 ára afmæli Norðurbryggju í Kaupmannahöfn. Norðurbryggja er menningarhús Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga í Danmörku.

Vigdís Finnbogadóttir fyrrverandi forseti Íslands  hélt afmælisræðuna.

Karin Heinesen Elsubudóttir, stjórnandi Norðurbryggju, hélt ræðu. Karin heimsótti Eyrarbakka með starfsfólki Norðurbryggju á þjóðhátíðardegi Dana þann 5. júní 2013.

Fleiri héldu ræður og tónlistaratriði frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum.

Veitingar á afmælinu voru frá noma, NOrdisk MAd, sem hefur verið valinn besti veitingastaður í heimi þrjú síðastliðin ár. Noma opnaði fyrir 10 árum og hluti af Norðurbryggju.

 

Norðurbryggja og önnur pakkhús á bryggjunni hafa opið hús á laugardaginn 30. nóvember nk. í tilefni af 10 ára afmælinu.

Fjölbreytt dagskrá allan daginn.

Allir velkomnir og ókeypis inn.

Sjá dagskrá hér:http://www.nordatlantens.dk/da/arrangementer/nb-10-aars-foedselsdag/

 

Séð heim að Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.

 

Heimsókn frá Kaupmannahöfn til Eyrarbakka á þjóðhátíðardegi Dana þann 5. júní 2013

Töluvert tilstand var í tilefni dagsins á Eyrarbakka enda ljóst öllum sem um Eyrarbakka hafa farið á liðnum árum að tengslin við Danmörku eru mikil sé bara sem dæmi litið til flöggunar danska fánans á sunnudögum og fleiri daga.  Flaggað var víða dönskum í dag svo sem við Húsið og Eyrarbakkakirkju.

 

Sérstakt ánægjuefni á þjóðhátíðardegi Dana þann 5. júní 2013 hér á Bakkanum, var heimsókn starfsfólks Menningar- og ráðstefnuseturs  Íslendinga, Færeyinga og Grænlendinga á Norðurbryggju í Kaupmannahöfn.  Þar eru einnig Sendiskrifstofur Færeyinga og Grænlendinga og svo Sendiráð Íslands.

Þessa sérstöku heimsókn má að ýmsu rekja til þessara tveggja Eyrarbakkakvenna; Júlía B. Björnsdóttir og Inga Rún Björnsdóttir sem hafa starfað á Norðurbryggju fyrir nokkru.  Júlía í fullu starfi í eitt og hálft ár og Inga Rún í hlutastarfi.

 

Fararstjóri hópsins í  Íslandsferðinni var Ásta Stefánsdóttir en maður hennar er Bergur Bernburg sem rætur á að Eyri á Eyrarbakka.

Í upphafi heimsóknarinnar á Eyrarbakka kom hópurinn við á Ránagrund.  Síðan farið í Eyrarbakkakirkju þar sem Lýður Pálsson og Siggeir Ingólfsson fræddu gesti um sögu Eyrarbakkakirkju og þá sérstaklega altaristöfluna sem er eftir Lovísu drottningu Kristjáns konungs IX. Þá var borðaður hádegisverður í Rauða-Húsinu. Byggðasafnið og  Húsið skoðað að lokinni máltíð og loks farið í frekari skoðunarferð um Eyrarbakka.


Menningar-Staður var á staðnum og færði til myndar.

Myndaalbúm er komið á Menningar-Stað. Smella á : http://menningarstadur.123.is/photoalbums/248210/

 

Nokkrar myndir fylgja hér:

 

 

 

 

Fararstjórinn og móttökustjórinn á Norðurbryggju í kaupmannahöfn, Ásta Stefánsdóttir, heilsar Siggeiri Ingólfssyni (efri mynd) og Lýð Pálssyni (neðri mynd) við Eyrarbakkakirkju. Að baki Ástu (á neðri mynd) er Karin Elsbudóttir frá Færeyjum sem er forstöðumaður á Norðurbryggju.

 

 

 

 

 

Skráð af Menningar-Staður