Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.11.2013 06:40

Farandsýningin 3. áfangi - Húsasmiðjan á Selfossi

Sverrir Einarsson í Húsasmiðjunni tekur við Farandsýningunni úr hendi Siggeirs Ingólfssonar.

 

Farandsýningin  3. áfangi – Húsasmiðjan á Selfossi

 

Ljósmyndasýningin  -Mannlíf og menning á Eyrarbakka 2013-  sem var í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka dagana 20. okt. og 3. nóv.  og breytt  var á dögunum  í  farandsýningu  var í gærmorgun færð upp í Húsasmiðjuna á Selfossi. Áður hefur sýningin verið á  Dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka og  í Veturbúðina á Eyrarbakka.

 

Það voru Siggeir Ingólfsson og Björn Ingi Bjarnason sem komu með sýninguna í Húsasmiðjuna og var vel fagnað af starfsmönnum. Sýningin verður þar í rúma viku og mun næstu vikurnar færast frá einum stað til annars. Sýningunni  verður fylgt eftir hér á Menningar-Stað.

 

Á ljósmyndasýningunni eru 270 ljósmyndir frá mannlífi og menningu á Eyrarbakka á árinu 2013 með sérstakri  tengingu við Félagsheimilið Stað og framkvæmdirnar við útsýnispallinn allt frá upphafi framkvæmda til loka á dögunum. Sýningin er í 9 myndamöppum og mjög meðfærileg fyrir fólk til skoðunar.

 

Myndaalbúm er komið hér á Menningar-Stað.

Smella á þessa slóð:  http://menningarstadur.123.is/photoalbums/255256/

 

Nokkrar myndir hér:

.

.

.

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður