Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.11.2013 07:08

Jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka á sunnudaginn 1. desember 2013

Félagsheimilið Staður á Eyrarbakka.

Jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka á sunnudaginn 1. desember 2013

 

Jólabasar Kvenfélagsins á Eyrarbakka verður haldinn á morgun, sunnudaginn 1. desember 2013 að Stað á Eyrarbakka og hefst hann kl. 14:00.

Tombóla verður á basarnum og einnig verður hægt að kaupa kaffi og vöfflur með rjóma. 

 

Allur ágóði af jólabasarnum rennur til góðgerðamála.

Það er basarnefnd Kvenfélagsins sem sér um undirbúning jólabasarsins.

 

Allir hjartanlega velkomnir.

 

Skráð af menningar-Staður