Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

03.12.2013 13:34

Jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga verður í kvöld kl. 20

Ein af sýningum safnsins þessa dagana er sýning á skúlptúrum Rósu Gísladóttur.

 

 Jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga

verður haldin í kvöld kl. 20

 

Árleg jóladagskrá Bókasafnsins í Hveragerði og Listasafns Árnesinga verður haldin í listasafninu í kvöld, þriðjudaginn 3. desember 2013  kl. 20.

Rithöfundarnir Guðmundur Andri Thorsson, Óskar Árni Óskarsson, Sigrún Pálsdóttir, Sjón og Vigdís Grímsdóttir lesa úr nýjum höfundaverkum sínum.


Jazzkvartet Vigdísar Ásgeirsdóttur flytur nokkur lög. 

 

Í listasafninu eru þrjár sýningar í gangi; Jólasýning, Samstíga og Skúlptúrar Rósu Gísladóttur.  

 

Flytjendur munu einnig gera lítilega grein fyrir því hver var uppspretta hugmyndanna sem leiddi til gerðar þessara verka. Þetta er liður í stærra verkefni sem nýtur stuðnings Menningarráðs Suðurlands.

 

 Aðgangur er ókeypis og boðið verður upp á kaffi og piparkökur.

 

Listasafn Árnesinga í Hveragerði

 

Skráð af  Menningar-Staður