Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

06.12.2013 13:41

Þróun heilsárs ferðamennska á Stað

„Það er framundan að markaðsetja Eyrarbakka sem náttúruperlu allt árið,“ segir Siggeir Ingólfsson ferðafrömuður
á Eyrarbakka. Hann er sannarlega frumkvöðull. Hér er hann að tilkynna vinum sínum og félögum meðal Eyrarbakkastráka á Hrossakjötssamkomu í Félagsheimilinu Stað á Eyrarbakka að framtíðarstarfsemin þar hafi fengið hálfa millj. kr. í styrk.

 

Þróun heilsárs ferðamennsku á Stað

 

"Þetta er mikil viðurkenning á því að ég er að gera eitthvað rétt með góðu fólki," segir Siggeir Ingólfsson ferðafrömuður á Eyrarbakka. Verkefni Siggeirs og félaga Þróun heilsárs ferðamennsku á Stað hlaut 500 þúsund króna styrk að þessu sinni. „Það sem er framundan er að markaðsetja Eyrarbakka sem náttúruperlu allt árið. Þessi gamla götumynd í þessu litla þorpi við Atlandshafið er einstakt á heimsvísu. Þessu vil ég koma á framfæri,“ segir Siggeir.


Samtök sunnlenskra sveitarfélaga hafa úthlutað styrkjum sem er ætlað að efla atvinnulíf og nýsköpun. Þetta var síðari úthlutun á árinu. Að þessu sinni skipta 39 verkefni á Suðurlandi með sér 50 milljónum króna. Það er forvitnilegt að sjá hversu mikil sköpun á sér stað – um allt Suðurland. 

Verkefni og styrkþegar:
Stofnun ferðamálaklasa í Rangárþingi Ytra og Ásahreppi f.h. óstofnaðs klasa.
Reynir Friðriksson 2.000.000
Stofnun klasa um bókabæinn austan fjalls. Undirbúningsfélag um bókabæinn á
Suðurlandi 1.000.000
Vatnajökull Photo - Markaðssetning ljósmyndaferðaþjónustu. Rannsóknarsetrið á
Hornafirði 1.000.000
Markaðsátak Ferðamálasamtaka Vestmannaeyja.
Ferðamálasamtök Vestmannaeyja 2.750.000
Snjallleiðsagnir í Skaftárhreppi. Friður og frumkraftar 2.050.000
Sóknarfæri við Sjóndeildarhringinn. Kötlusetur ses 1.500.000
Fuglar á Suðurlandi f.h. Klasa um fuglatengda ferðaþjónustu.
Guðríður E. Geirsdóttir 1.500.000
Ferðamálin í Hveragerði. Ferðamálasamtök Hveragerðis 1.000.000
Gagnvirk miðlun. Sigva Media 1.000.000
Þórsmörk Winter Adventure. Stjörnunótt ehf 500.000
Vetrarnýting á hálendi Íslands. Snow Kite South Iceland Adventure 1.000.000
Matarupplifun í Uppsveitum. Hótel Geysir, Friðheimar, Efsti-Dalur II og Bragginn
Birtingaholti 1.000.000
Markaðssetning- haust og vetrardýrð á fjöllum. Veiðifélag
Skaftártungumanna/Hálendismiðstöðin Hólaskjóli 500.000
Þróun heilsárs ferðamennsku á Stað. Friðsæld ehf 500.000
Orgelsmiðjan rær á ný mið. Hagleikssmiðja Björgvin Tómasson orgelsmiður sf 1.000.000
Skoðunarferð um fiskvinnslu. Auðbjörg ehf 600.000
Markaðssetning fjárhundasýningar í Gröf. Jón Geir Ólafsson 225.000
Fjöruveiði. MudShark.is Magnús H. Jóhannsson 400.000
Eldfellspenninn. Viktor Þór Reynisson 250.000
Eldfjöllin heilla. Guðrún Ósk Jóhannsdóttir 125.000
Hönnun og markaðsmál - sótt á ný mið. Gróðrarstöðin Ártangi ehf 500.000
247golf.net - Markaðssókn á nýja markaði. 24seven ehf 1.500.000
Markaðssókn í Noregi. Fagus ehf. 2.150.000
Icelandic Horse Expo - undirb. sölusýningar íslenska hestsins.
Háskólafélag Suðurlands 2.000.000
Markaðssókn á höfuðborgarsv.- Hornafjarðar heitreyktur makríll. Sólsker ehf. 600.000
Vöruþróun afurða úr héraði. Fjallkonan sælkerahús 500.000
Humarklær - Nýsköpun í sjávarútvegi. Haukur Ingi Einarsson 500.000
Shell-Off Lobster Meat / Humar úr skelinni. Páll Marvin Jósson 650.000
Heimavinnsla á fetaosti. Gottsveinn Eggertsson 400.000
Heimaframleiðsla og sala sauðfjárafurða í Skaftárhreppi. Erlendur Björnsson 4.000.000
Heilsuréttir fjölskyldunnar - vöruþróun tilbúinna rétta. S.B. Heilsa ehf. 1.000.000
M-Hirzla / vöruhönnunn. Emilía Borgþórsdóttir 700.000
Studio 7Eyjar. Black Sand og Diza Ásdís Loftsdóttir 400.000
Lifandi Bú Búland. Guðný Halla Gunnlaugsdóttir 200.000
Njálurefill - hönnun, þróun og markaðssetning nýrra afurða. Fjallasaum ehf. 1.000.000
Ironman - fýsileikakönnun á þríþrautakeppni á Íslandi. Sigmundur Stefánsson f.h. óstofnaðs
áhugamannah. um verkefnið 1.000.000
Uppbygging rannsóknartengds framhaldsnáms. Rannsóknarmiðstöðin í
jarðskjálftaverkfræði á Selfossi og Háskólafélag Suðurlands 8.000.000
Nýting sóknarfæra í hágæðamálmsmíði með CNC stýrðum iðnv. Eyjablikk ehf 3.000.000
Markaðssókn og tímabundin ráðning starfsmanns. ÖB Brugghús ehf 2.000.000

Selfossblaðið greinir frá

Eyrarbakkastrákar.

Skráða f Menningar-Staður