Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.12.2013 21:43

13. desember 1992 - Nýtt orgel vígt í Hallgrímskirkju

Orgelið í Hallgrímskirkju. Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka teiknaði kirkjuna.

.

 

13. desember 1992 - Nýtt orgel vígt í Hallgrímskirkju

 

Nýtt orgel var vígt í Hallgrímskirkju í Reykjavík þennan mánaðardag árið 1992. Það var stærsta hljóðfæri á Íslandi á þeim tíma.

Orgelið er um 17 metrar á hæð, vegur um 25 tonn og í því eru 5.200 pípur. Smíði þess kostaði um 100 milljónir króna. Upphæðarinnar var að miklu leyti aflað með almennum samskotum og margar fjölskyldur tóku sig saman um að borga eina og eina pípu. Einnig létu margir minningargjafir um ástvini renna í orgelsjóðinn.

 

Þýska fyrirtækið Klais Orgelbau smíðaði

hið volduga hljóðfæri og forstjórinn, Hans-Gerd Klais, kom til landsins við afhjúpun orgelsins sem fór fram 22. október. Hann lagði eyrun við leik Harðar Áskelssonar organista og lýsti því síðan yfir að hljómurinn væri eins og vonast hefði verið til.

 

Hallgrímskirkja er 74,5 metra há og hana teiknaði Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka.

Útlit og gerð orgelsins taka mið af byggingarstíl kirkjunnar. Orgelhúsið er tilkomumikið, enda á fjórum hæðum, smíðað úr eik og með tvöfaldan glervegg að baki. Gera þurfti nokkrar breytingar á kirkjunni til að hljómur orgelsins yrði fallegur.

Fréttablaðið föstudagurinn 13. desember 2013

 

Guðjón Samúelsson

.

Hallgrímskirkja í Reykjavík sem Guðjón Samúelsson teiknaði.

.

Í Hallgrímskirkju.

.

Skráð af Menningar-Staður