Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

13.12.2013 06:58

Framboðshugur meirihlutans að mestu á huldu


Meirihlutinn í Bæjarstjórn Árborgar eftir fundinn á Eyrarbakka í gærkveldi.
F.v.: Gunnar Egilsson, Sandra Dís Hafþórsdóttir, Kjartan Björnsson, Eyþór Arnalds og Ari Björn Thorarensen. 

 

Framboðshugur meirihlutans að mestu á huldu

Allir bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins í  Sveitarfélaginu Árborg  mættu til fundar sem Bæjarstjórn Árborgar boðaði  til í gærkvöldi í Félagsheimilinu Stað um deiliskipulag miðbæjarins á Eyrarbakka.

Menningar-Staður færði meirihlutann til myndar eins og hér má sjá.

Nokkur spenningur er í samfélaginu í Árborg  um framboðshug núverandi fulltrúa Sjálfstæðisflokksins vegna sveitarstjórnarkosningana sem verða þann 31. maí 2014 en flokkurinn er með hreinan meirihluta þetta kjörtímabilið.

Af bæjarfulltrúunum fimm sem skipa meirihlutann nú hefur aðeins Ari Björn Thorarensen, forseti Bæjarstjórnar Árborgar, gert upp hug sinn og gefur hann kost á sér áfram.

 

Ari Björn Thorarensen prúðbúinn í pontu Hrútavina fyrir nokkrum árum.

 

Skráð af Menningar-Staður