Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.12.2013 21:59

» Jólaskreytingasamkeppni í Árborg 2013


Meðal verðlaunahafa í fyrra voru Gunnar Guðsteinn og Hafdís á Stokkseyri og Hafþór og Emma á Eyrarbakka.

 

 Jólaskreytingasamkeppni í Árborg 2013

 

Jólaskreytingasamkeppnin í Árborg er nú í fullum gangi og er tekið á móti ábendingum um best skreyta fyrirtækið og íbúðarhúsið til kl. 16:00 þri. 17. desember hjá Umhverfisdeild Árborgar í síma 480-1900 og á netfangið: marta@arborg.is.

Keppnin snýst um best skreytta fyrirtækið og þrjú íbúðarhús í Sveitarfélaginu Árborg. Sérstök dómnefnd sem er skipuð styrktaraðilum keppninnar fer í skoðunarferð þriðjudaginn 17. desember kl. 18:15. 

Verðlaunin verða síðan afhent á Jólatorginu á móts við Ölfusárbrú laugardaginn 21. des. kl.16:00.

Þeir aðilar sem koma að keppninni eru Sveitafélagið Árborg, Dagskráin, Sunnlenska fréttablaðið, HS Veitur HF, Guðmundur Tyrfingsson, Evita, Sjafnarblóm, Krónan, Byko, Húsasmiðjan, 
Af www.arborg.is

 

Skráð af Menningar-Staður