Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

15.12.2013 06:40

Útgáfuhátíð: - Léttklæddir Stokkseyringar á almanaki

 

Útgáfuhátíð 15. desember: - Léttklæddir Stokkseyringar á almanaki

 

Ungmennafélag Stokkseyrar brá á það ráð á dögunum að hóa saman öllum liðtækum karlmönnum í þorpinu og fá þá til að sitja fyrir á myndum í litlum, jafnvel engum, klæðum. Ástæðan fyrir framtakinu var skortur á nýjum fimleikaáhöldum í fimleikadeild Ungmennafélags Stokkseyrar, en krakkarnir hafa notast við notuð áhöld síðan deildin var stofnuð árið 2007.  

 

Ákveðið var að safna fyrir nýjum stökkhesti, en sá sem er í notkun hjá félaginu er tæplega 20 ára gamall og var fenginn frá Fimleikafélagi Akraness á sínum tíma.  Krakkarnir hafa verið mjög dugleg að æfa og þeim hefur vegnað vel á mótum, enda með framúrskarandi þjálfara, Tinnu Björgu Kristinsdóttur. Ungmennafélaginu á Stokkseyri finnst tímabært að leyfa þeim að njóta sín á nútíma fimleikatækjum og rennur allur ágóði af sölu dagatalanna óskiptur til kaupa á stökkhesti fyrir fimleikadeildina. 

Dagatalið sem kostar 1.500 kr. kemur út sunnudaginn 15. desember. Þá verður haldið útgáfuhóf í Íþróttahúsinu á Stokkseyri um kvöldið frá kl. 20–22.  Söngvarinn landskunni KK mætir á svæðið og tekur nokkur lög.

Hægt er að panta dagatöl á Facebook síðu Ungmennafélags Stokkseyrar og í síma 865-6419 (Gísli) og 694-9074 (Hulda).

Af www.dfs.is

 

Skráð af Menningar-Staður