Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

20.12.2013 06:22

20. desember 1930 - Landspítalinn tekur til starfa

Gamli Landspítalinn við Hringbraut
Landspítalinn sem Eyrbekkingurinn Guðjón Samúelsson teiknaði.

 

20. desember 1930 - Landspítalinn tekur til starfa

 

Landspítalinn var tekinn í notkun, án viðhafnar. Fyrsta daginn komu þrír sjúklingar á handlækningadeildina. Í spítalanum voru 120 sjúkrarúm og í upphafi voru læknarnir átta.

Elsti hluti Landspítalans, sem tekinn var í notkun 1930, var teiknaður af þáv. húsameistara ríkisins, Guðjóni Samúelssyni frá Eyrarbakka og það tók rúml. 4 ár að byggja hann. Í byrjun voru aðeins 2 deildir á Landspítalanum, þ.e.a.s. hand- og lyflækningadeild, en fyrsta stoðdeildin, röntgendeildin tók til starfa í janúar 1931.

Guðjón Samúelsson frá Eyrarbakka.

Morgunblaðið föstudagurinn 20. desember 2013 - Dagar Íslands - Jónas Ragnarsson.

Skráð af Menningar-Staður