Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

22.12.2013 22:00

Skötuveislu Ungmennafélags Stokkseyrar

Frá sköruveislu á Stokkseyri í upphafi aldarinnar. Júlía Björnsdóttir og Gylfi Pétursson

 

Skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar

 

Árviss skötuveisla Ungmennafélags Stokkseyrar verður í Íþróttahúsinu á Stokkseyri á morgun, Þorláksmessu, kl. 11:30 – 14:00

 

Verð aðeins kr. 2.500

 

Ungmennafélagið er brautryðjandi á Suðurlandi í slíkum mannfögnuðum og hefur verið með veislur á Þorláksmessu frá árinu 1999 sem byggir á vestfirskri skötumenningu í bland við sunnlenskar hefðir. Þetta er því 15. skötuveislan frá upphafi.

 

Það var Hrútavinafélagið Örvar á Suðurlandi sem leiðbeindi Ungmennafélaginu í byrjun við skötuveislurnar og er gott dæmi um hina gjörfu hönd Hrútavina hvar markar fingraför blessunarlega í samfélaginu á Suðurlandi.

 

Á Suðurlandi eru nú víða skötuveislur á Þorláksmessu og er þetta glæsileg opnun jólahaldsins.

 

Nokkrar skötuveislumyndir frá því um aldamót :

.

.

.

.

.

Skráð af Menningar-Staður