Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

24.12.2013 07:01

Þúsundir þjóna í helgihaldi jólanna


Séra Sveinn Valgeirsson í Eyrarakkakirkju.

 

Þúsundir þjóna í helgihaldi jólanna

 

Á sjötta hundrað messur og helgistundir verða í þjóðkirkjunni um allt land á jólum og áramótum.

Í þéttbýli og víða í dreifbýli er sunginn aftansöngur kl. 18 þegar jólin ganga í garð.

Á jólanótt eru víða sungnar miðnæturmessur auk hátíðarmessu á jóladag.

Á annan í jólum eru fjölskyldumessur í mörgum kirkjum.

Messur og helgistundir eru einnig haldnar á sjúkrastofnunum og í fangelsum.

 

Þúsundir þjóna í helgihaldinu

Í öllum þessum athöfnum þjónar fjöldi starfsmanna og sjálfboðaliða í kirkjunni. Á þriðja hundrað presta, djákna og organista koma að helgihaldinu. Þúsundir sjálfboðaliða syngja í kirkjukórum um hátíðarnar og fjöldi meðhjálpara, kirkjuvarða, hringjara, tónlistarmanna, æskulýðsleiðtoga, starfsfólks í barnastarfi, messuþjóna og annarra sjálfboðaliða og starfsmanna í kirkjunni sinna mikilvægu starfi á helgri hátíð.

 

Helgihald í Eyrarbakkaprestakalli um jólin

 

Stokkseyrarkirkja
Aftansöngur á aðfangadag kl. 18:00
Organisti

Haukur A. Gíslason

 

Eyrarbakkakirkja
Messa á aðfangadag kl. 23:30 

Organisti
Haukur A Gíslason

 

Gaulverjabæjarkirkja
Messa jóladag kl. 14:00 

Organisti

Haukur A Gíslason

 

Sr. Sveinn Valgeirsson

 

Í Eyrarbakkakirkju á aðventu árið 2008

 

Skráð af Menningar-Staður