Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

28.12.2013 20:19

Guðrún Guðjónsdóttir - Fædd 16. mars 1913 - Dáin 15. desember 2013 - Minning

Mynd úr gagnasafni Morgunblaðsins

Guðrún Guðjónsdóttir

 

Guðrún Guðjónsdóttir - Fædd 16. mars 1913

-Dáin 15. desember 2013 - Minning

 

Guðrún Guðjónsdóttir var fædd á Brekkum í Hvolhreppi, 16. mars 1913. Hún lést á dvalarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka, 15. desember 2013.

Foreldrar hennar voru Guðjón Jóngeirsson, fæddur í Neðra-Dal, Vestur-Eyjafjöllum 29.5. 1863, d. 2.2. 1943, og Guðbjörg Guðnadóttir frá Skækli í Austur-Landeyjum, f. 25.3. 1871, d. 6.8. 1961. Þau bjuggu á Brekkum í Hvolhreppi.

Guðrún var næst yngst níu systkina sem voru: Ingigerður, f. 1.5. 1897, d. 19.2. 1984, Guðni, f. 11.6. 1898, d. 14.4. 1995, Katrín Jónína, f. 10.1. 1900, d. 21.5. 1954, Guðjón, f. 5.4. 1902, d. 20.9. 1985, Guðný, f. 4.5. 1905, d. 25.4. 1974, Anna, f. 13.3. 1907, d. 4.12. 1995, Björgvin Kristinn, f. 27.12. 1910, d. 16.10. 2003, Bogi Pétur, f. 5.11. 1919, d. 5.11. 1999. Guðrún átti einnig uppeldissystur sem hét Júlía, f. 4.7. 1914, d. 19.2. 1971.

 

Árið 1934 kynntist Guðrún fyrri manni sínum, Kristni Eyjólfi Vilmundarsyni frá Vestmannaeyjum, f. 2.2. 1911, d. 24.12. 1945. Hann var alinn upp á Arnarhóli í Vestur-Landeyjum. Þau hófu sinn búskap í Vestmannaeyjum árið 1936 og um vorið 1937 fluttu þau á Eyrarbakka og bjuggu á Skúmstöðum. Börn þeirra eru: 1. Stúlka f. 7.12. 1936 og dáin sama dag, 2. Vilmundur Þórir f. 31.10. 1937. Börn hans og Hallberu Jónsdóttur, f. 4.11. 1941 eru: Kristinn Gunnar, f. 5.2. 1959, á hann fimm börn og tvö barnabörn. Jón Ólafur, f. 20.12. 1960, á hann þrjú börn, eitt fósturbarn og þrjú barnabörn. Valgeir, f. 24. 12. 1963, á hann 3 börn og eitt barnabarn. Indlaug, f. 4.7. 1968, á hún þrjú börn og tvö barnabörn. Þuríður, f. 31.1. 1976, á hún þrjú börn. Börn hans með Lísbet Sigurðardóttur, f. 15.11. 1948, eru: Guðný Ósk, f. 30.9. 1979, á hún tvö börn. Fóstursonur Rögnvaldur Kristinn, f. 2.6. 1970, á hann eitt barn. 3. Gunnbjörg Helga, f. 30.9. 1939, maki Gísli Anton Guðmundsson, f. 8.8. 1936. Börn þeirra eru: Kristinn Eyjólfur, f. 23.12. 1957, á hann tvö börn og tvö barnabörn. Anna f. 3.10. 1961, á hún þrjú börn og þrjú barnabörn. Jón Rúnar, f. 20.8. 1963, er hann einnig fóstursonur Guðrúnar og Jóns seinni maka hennar. Á hann þrjú börn og eitt barnabarn. Guðmundur, f. 27.11. 1965, á hann fjögur börn og tvö barnabörn. Guðrún Ósk, f. 1.5. 1971, á hún tvö börn. 4. Sigurður Einir, f. 30.9. 1939. Börn hans með Bergþóru Jónsdóttur, f. 28.9. 1945 eru: Jón Berg, f. 20.6. 1967, á hann þrjú börn og einn fósturson. Guðrún Kristín, f. 20.6. 1970, á hún þrjú börn. Þóra Sigríður, f. 2.11. 1979. Fósturdóttir Sigurðar Einis er Svandís, f. 2.12. 1965 og á hún þrjú börn. Sambýliskona Sigurðar Einis er Erna Albertsdóttir, f. 22.11. 1942.

 

Árið 1956 kynnist Guðrún seinni manni sínum Þorbergi Jóni Þórarinssyni frá Stigprýði, f. 10.7. 1915, d. 1.2. 1998. Guðrún ólst upp með systkinum sínum á Brekkum og sinnti þar heimilis og sveitastörfum. Hún var heimavinnandi húsmóðir eftir að hún fluttist á Eyrarbakka og héldu þar lítinn búskap fyrst um sinn. Guðrún fluttist að dvalarheimili aldraðra, Sólvöllum, árið 1997 og bjó þar þar til hún lést.

 

Útför Guðrúnar fór fram frá Eyrarbakkakirkju í dag, laugardaginn 28. desember 2013.

Morgunblaðið, laugardagurinn 28. desember 2013.

 Skráð af Menningar-Staður