Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.12.2013 06:58

Hrútasýningin að Tóftum árið 2000

Einar Jóelsson með verðlaunahrútinn Bauk frá Brautartungu. Hann veitti einnig viðtöku bikar sem sauðfjársæðingastöð Suðurlands gaf.

Einar Jóelsson með verðlaunahrútinn Bauk frá Brautartungu. Hann veitti einnig viðtöku bikar sem sauðfjársæðingastöð Suðurlands gaf.

Björn Ingi Bjarnason veitti verðlaunapeninga á báða bóga. Hér hefur Bjarkar Snorrason á Tóftum tekið við einum.

 

Hrútasýningin að Tóftum árið 2000

 

Tími hrútasýninga á Suðurlandi er um þessar mundir. Fé hefur mjög fækkað hér í Flóanum og því ekki alltaf margmenni á hrútasýningum sem haldnar eru í hverjum hreppi. En fjölmenn hrútasýning fór eigi að síður fram á bænum Tóftum í Stokkseyrarhreppi hjá bændunum Bjarkari Snorrasyni og Sigurfinni, syni hans, fyrir skömmu.

Byrjað var inni í bæ með rammíslenskri kjötsúpu og tilheyrandi sem yfir 30 manns gerðu góð skil. Gestir voru sýnendur hrúta og einnig starfsmenn og stjórnendur saltfiskvinnslunnar Hólmarastar á Stokkseyri ásmat fleiri gestum víð að.

 

Að lokinni máltíð kvaddi Björn Ingi Bjarnason, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, sér hljóðs. Eftir óvissuferð sem endaði á hrútasýningu fyrir ári þar sem menn heilluðust af sýningarhaldinu var ákveðið að mæta aftur að Tóftum og lýsti Björn Ingi á glettinn hátt stofnun Hrútavinafélagsins "Örvar". Hefur félagsskapurinn margvísleg markmið og koma stjórnarmenn víða að. Til dæmis að breyta orðinu "hrútleiðinlegur" í hrútskemmtilegur og fleira. Björn tók síðan til við að hengja veglega verðlaunapeninga á fólk fyrir ýmislegt sem lýtur að sauðfjárrækt. Loks upphófst kröftugur söngur. Var m.a. sungið lag við ljóð hins kunna Guðmundar Inga Kristjánssonar "Þér hrútar" ásamt fleiru.

 

Fylgdust gestir síðan andaktugir með sýningarhaldinu úti í fjárhúsi. Þar dæmdi og mældi Jón Vilmundarson frá Búnaðarsambandi Suðurlands fjölda hrúta og útskýrði helstu markmið í ræktunarstarfinu. Er nú lögð áhersla á vöðvamikla gripi á kostnað fitu. Notar Jón m.a. ómsjá sem gefur nákvæma mælingu á gripum.

1. verðlaun hlaut hrúturinn Baukur frá Brautartungu, en eigandi hans er Einar Jóelsson.

Einnig veitti hann viðtöku bikar sem sauðfjársæðingastöð Suðurlands gaf sauðfjárræktarfélagi Stokkseyrarhrepps en félagið hefur átt marga hrúta sem unnið hafa til fyrstu verðlauna þótt fjárstofn sé ekki stór.

Morgunblaðið 11.október árið 2000 - Valdimar Guðjónsson.

 

Frá Hrútasýningu að Tóftum í Stokkseyrarhreppi hinum forna árið 2001 hvar HRútavinafélagið var líka á ferð.


Skráð af Menningar-Staður