Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

29.12.2013 06:31

Uppskeruhátíð ÍMÁ - mánudaginn 30. desember 2013

Alexandra Eir Grétarsdóttir frá Stokkseyri.

 

Uppskeruhátíð ÍMÁ - mánudaginn 30. desember 2013

 

Hin árlega uppskeruhátíð íþrótta- og menningarnefndar Árborgar verður haldin í sal Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi mánudaginn 30. desember kl. 20:00. Þar verða afhentir styrkir úr afreks- og styrktarsjóðum Árborgar og íþróttafélaganna, þ.e. Ungmennafélags Selfoss, Íþróttafélagsins Suðra, Íþróttafélags FSU, Golfklúbbs Selfoss o.fl. Þá verða hvatningarverðlaun veitt, afhentir styrkir fyrir afburða árangur og tilkynnt um kjör íþróttakonu og íþróttakarls Árborgar 2013. Á milli atriða mun Ingó spila nokkur lög.

 

Eftirtaldin voru útnefnd í kjörinu:
 
Íþróttakona Árborgar 2013:
Alexandra Eir Grétarsdóttir, golf
Dagmar Öder Einarsdóttir, hestaíþróttir
Fjóla Signý Hannesdóttir, frjálsar íþróttir
Guðmunda Brynja Óladóttir, knattspyrna
Guðrún Hulda Sigurjónsdóttir, frjálsar íþróttir fatlaðra
Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir, handknattleikur
Hugrún Hlín Gunnarsdóttir, fimleikar
Ingibjörg Erla Grétarsdóttir, taekwondo
Ólöf Eir Hoffritz, sund
Rósa Birgisdóttir, kraftlyftingar
Þórdís Mjöll Böðvarsdóttir, júdó
 
Íþróttakarl Árborgar 2013:
Andri Páll Ásgeirsson, golf
Bjarni Friðrik Ófeigsson, frjálsar íþróttir fatlaðra
Daníel Jens Pétursson, taekwondo
Egill Blöndal, júdó
Einar Guðni Guðjónsson, knattspyrna
Einar Sverrisson, handknattleikur
Eysteinn Máni Oddsson, filmleikar
Jóhann Ólafur Sigurðsson, knattspyrna
Sigursteinn Sumarliðason, hestaíþróttir
Sigþór Helgason, frjálsar íþróttir
Svavar Stefánsson, körfuknattleikur
Þórir Gauti Pálsson, sund
 
Samkvæmt reglugerð sem finna má á heimasíðu sveitarfélagsins hafa eftirtaldir aðilar rétt til að greiða atkvæði í kjöri um íþróttakonu og íþróttakarl Árborgar: 
 
Bæjarstjórn Árborgar, 9 atkvæði
Íþrótta- og tómstundanefnd, 5 atkvæði
Framkvæmdastjórn Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Knattspyrnudeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Handknattleiksdeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Frjálsíþróttadeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Sunddeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Fimleikadeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Körfuknattleiksdeild Umf. Selfoss, 1 atkvæði
Júdódeild Umf. Selfoss,  1 atkvæði
Íþróttafélag FSu., 1 atkvæði
Hestamannafélagið Sleipnir, 1 atkvæði
Íþróttafélagið Suðri, 1 atkvæði
Golfklúbbur Selfoss, 1 atkvæði
Ungmennafélag Stokkseyrar, 1 atkvæði
Ungmennafélag Eyrarbakka, 1 atkvæði
Knattspyrnufélag Árborgar, 1 atkvæði
Mótorkrossfélag Árborgar, 1 atkvæði
Bæjarstjóri Árborgar, 1 atkvæði
Framkvæmdastjóri Fjölskyldumiðstöðvar, 1 atkvæði
Verkefnisstjóri íþróttamála, 1 atkvæði
Fjölmiðlar, 3 atkvæði
Samtals 36 atkvæði
 
Þegar þessi listi er skoðaður má velta því fyrir sér hvort ekki sé tímabært að endurskoða reglugerðina. Körfuknattleiksdeild Umf. Selfoss hefur ekki starfað í mörg ár og ætti því ekki að vera á listanum. Inn á listann vantar taekwondodeild Umf. Selfoss sem ætti að hafa atkvæðisrétt eins og aðrar deildir innan Umf. Selfoss. Svo má benda á að Mótokrossfélag Árborgar heitir mótokrossdeild Umf. Selfoss eftir að félagið fékk inngöngu í Umf. Selfoss. Þá vekur það spurningar hvort eðlilegt sé að sveitarfélagið fari með 17 atkvæði af 36 í þessu vali.

Af: www.dfs.is
 
Skráð af Menningar-Staður