Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

30.12.2013 08:36

Áform um virkjunina Búrfell 2 kynnt


Stöðvarhús Búrfellsvirkjunar.

Listskreytingin er verk Eyrbekkingsins Sigurjóns Ólafssonar frá Einarshöfn.

.

Sigurjón Ólafsson myndhöggvari frá Eyrarbakka.

 

Áform um virkjunina -Búrfell 2- kynnt

 

Á fundi sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem haldinn var í nóvember var kynning á áformum um virkjunina Búrfell 2.

 

Björk Guðmundsdóttir og Helgi Bjarnason frá Landsvirkjun mættu til fundarins og sögðu frá fyrirhugaðri virkjun Búrfell 2, sem er lokaáfangi Búrfellsvirkjunar. Framkvæmdin kallar á breytingu á aðalskipulagi auk þess sem þarf að koma til deiliskipulag. Framkvæmdin er ekki talin matsskyld samkvæmt úrskurði Skipulagsstofnunar. Virkjunin getur að hámarki framleitt 140 Megawött.

Tilgangur framkvæmdarinnar er að mæta aukinni orkuþörf landsins, auk þess að létta álagið á núverandi virkjun í Búrfelli. Með framkvæmdinni nýtast þau mannvirki betur sem þegar eru til staðar í virkjuninni við Búrfell.

Af www.dfs.isSkráð af Menningar-Staður