Menningar-Bakki * Viðhalda og efla þjóðlega menningararfleið til sjávar og sveita*
-------- Alþýðuhúsið á Eyrarbakka - Vinir alþýðunnar - Á undan sinni framtíð --- "Stærra í hugum okkar en við sjálfir gerum okkur grein fyrir" ---

09.01.2014 13:39

Söfnun jólatrjáa í Sveitarfélaginu Árborg, laugardaginn 11.janúar


Frá Eyrarbakka.

 

Söfnun jólatrjáa í Sveitarfélaginu Árborg,

laugardaginn 11. janúar 2014

 

Laugardaginn 11.janúar 2014 verða jólatrén hirt upp í Sveitarfélaginu Árborg.

Íbúar geta þá sett jólatrén sín út á gangstétt eða lóðamörk og verða þau þá tekinn upp og komið í endurvinnslu. Farið verður af stað í söfnunina um 10:00 laugardaginn 11.janúar. Á Selfossi verður byrjað fyrir utan Ölfusá. 

Ekki verður um frekari safnanir að ræða á jólatrjám í sveitarfélaginu þetta árið en einstaklingar geta komið jólatrjánum sínum í endurvinnslu á gámasvæði Sveitarfélagsins Árborgar í Víkurheiði á opnunartíma. Sveitarfélagið Árborg.

Af www.arborg.is

Skráð af Menningar-Staður